segunda-feira, 24 de janeiro de 2011

Eivør Pálsdóttir: eltihrellirinn birtist í eldhúsi mömmu hennar


Af: Kristjana Guðbrandsdóttir

„Það sem gerði það að verkum að ég þurfti að leita til lögreglunnar og stöðva hann með öllum ráðum var að hann var farinn að elta vini mína og fjölskyldu. Í Færeyjum tjaldaði hann í garðinum við húsið mitt í Götu og hann fylgdist með mér hvert fótmál og var mjög undarlegur í háttum. Í eitt skipti birtist hann í eldhúsinu heima hjá mömmu. Stóð í miðju eldhúsinu og mamma fylltist ofsahræðslu. Þá var mælirinn fullur,“ segir Eivør Pálsdóttir söngkona í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV um sönginn, æskuna í Færeyjum, ástina og skelfilega atburði síðastliðið sumar þegar íslenskur karlmaður fékk hana á heilann og hrellti hana og fjölskyldu hennar.

„Ég fór til Færeyja og enn elti hann mig. Hann með miklar ranghugmyndir um okkur. Hann trúði því að við værum í sambandi blessuðu af Óðni og að vinir mínir og fjölskylda stæðu í vegi fyrir því að það samband væri fullkomnað.“

Eivør segir frá því að í Götu hafi hún alist upp við mikið frelsi. Þar hafi allir dyr sínar ólæstar og gangi öryggir um. Það hafi breyst. Hún hafi læst að sér öllum hurðum, ekki þorað að ganga ein um bæinn og jafnvel litið inn í skápa heima hjá sér af hræðslu við að finna hann þar. Bæjarbúar tóku vel eftir því sem gekk á enda mætti eltihrellirinn sjúki í kirkjuna í bænum á hverjum sunnudegi. Þar beið hann eftir Eivøru því hann hélt þau væru að fara að giftast.

Eltihrellirinn byrjaði að ásækja Eivøru í Danmörku fyrir þremur árum síðan. Eivør segist hafa átt erfitt með að setja sig í samband við lögregluna í fyrstu. Henni hafi fundist það óþægilegt og hún hugsað með sér að hann væri veikur og gæti ekki að þessu gert. Það þurfti mikið að ganga á þar til hún loks tók þá ákvörðun að leita verndar lögreglunnar.

Via: DV.IS.

Nenhum comentário:

Postar um comentário