quarta-feira, 19 de janeiro de 2011
Eivør Pálsdóttir reynir fyrir sér sem Jazzsöngkona
Af Gunnar Guðbjörnsson
Næsta sunnudagskvöld ætla Eivør Pálsdóttir, Einar Valur Scheving, Kjartan Valdemarsson, Sigurður Flosason og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson að halda jazztónleika í Langholtskirkju.
Á þessum tónleikum gefst tækifæri til að heyra nýja hlið á hinni einu sönnu Eivøru er hún mætir landsliði jazzleikara okkar. Þetta er fjölbreytt dagskrá sem inniheldur eldri og yngri jazz „standarda”. Einnig verða frumflutt ný verk, sérstaklega samin fyrir tónleikana, eftir þau Eivöru, Einar Val, Kjartan og Sigurð.
miðasla fer fram á midi.is og hefjast tónleikarnir á sunnudag kl 20.
Via Pressan.is.
Assinar:
Postar comentários (Atom)
Innilegar þakkir fyrir yndislega tónleika!
ResponderExcluir